Helgin

Helgin var ofsalega skemmtileg hjá mér Grin

Á föstudaginn kom Hulda vinkona í heimsókn til mín og höfðum við það kósý heima hjá mér. Við fengum okkur sukkmat og fullt af nammi og horfðum á imbann allt kvöldið.

Á laugardaginn var ég að vinna í Eymundsson í Kringlunni og það var voða rólegt að gera. Svo um kvöldið hitti ég píurnar heima hjá Beggu sem var að koma til Íslands í stutta heimsókn frá Slóvakíu. Hún er þar í dýralæknanámi hmmm ofsalega spennandi Joyful Það var rosalega gaman að hitta hana og kærastann hennar Ariel sem kom einnig með. Leiðinlegt samt að þau stoppuðu svona stutt við. Það var síðan tjúttað í bænum langt fram á nótt Tounge

Í gær þegar ég vaknaði leið mér ekki allt of vel. Var hálfslöpp allan daginn með ógleði og hausverk. Það er sama hvað ég drekk mikið eða lítið ég verð alltaf svo veik daginn eftir Sick

Ég og Mannsi fórum svo á Klambratún með Sunnu þegar mér leið aðeins betur og leyfðum henni að hlaupa um. Við hittum þar fullt af hundafólki og vorum að spjalla, rosalega gaman Grin Fyndið hvernig þessi hundamennig er, hundaeigendur eru alltaf svo málglaðir og það er enginn feiminn við að koma til manns og spjalla um hitt og þetta þó svo að maður þekki manneskjuna ekki neitt. Ekki myndi ég spjalla við ókunna manneskju á Laugaveginum upp úr þurru en þetta er allt öðruvísi þegar maður er með hund. Svo fær maður svona extra athygli þar sem Sunnar er ennþá svo lítill hvolpur og svo sæt elskan InLove

Ég spurði Mannsa einmitt í gær hvort að við ættum ekki að fá okkur lítinn hund í viðbót eða kettling sem leikfélaga handa Sunnu en hann tók það ekki í mál. Ég næ vonandi að sannfæra hann einhverntímann Wink 

 

                           


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband