16.2.2007 | 09:07
Föstudagur
Jæja þá er skólavikan að verða búin
Er í tíma í UTN og vorum við að taka myndir af skólalífinu, endilega kíkið á þær, þær eru snilld
Annars er voða lítið að frétta eins og vanalega, ætla bara að hafa það gott um helgina og slappa af.
Verð að kveðja tíminn er að verða búinn
Hafið það gott um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 15:03
Það sem fólk finnur upp á að gera
Þetta er nú soldið spes Ekki myndi ég vilja fara í svona súkkulaðibað en kannski er þetta hollt fyrir húðina, hver veit Annars er ég ekki mikið fyrir þennan Valentínusardag og höfuð við kærastinn minn aldrei haldið upp á hann, þetta er svo bandarískt eitthvað. Við höldum bara upp á daganna sem eru alíslenskir Ég var nú voða góð við hann á bóndadaginn Ég bíð spennt eftir því hvað hann geriri fyrir mig á konudaginn sem er næsta sunnudag
Súkkulaðibað í tilefni Valentínusardags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 14:32
Með 10 tonn af pósti heima hjá sér!!!
Ég las mjög athyglisverða frétt á mbl.is áðan
Það var verið að segja frá póstburðarmanni í Mexíkó sem var handtekinn eftir að tíu tonn af pósti fundust á heimili hans. Stað þess að færa réttum eigendum bréfin sín þá safnaði póstburðarmaðurinn umslögunum saman í von um að finna fjármuni í þeim Alls var pósturinn í 1.100 póstpokum. Að sögn lögreglu verður séð til þess að bréfin berist réttum viðtakendum á næstunni hehehe fyndið það sem fólki dettur í hug að gera
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007 | 14:01
Helgin
Helgin var ofsalega skemmtileg hjá mér
Á föstudaginn kom Hulda vinkona í heimsókn til mín og höfðum við það kósý heima hjá mér. Við fengum okkur sukkmat og fullt af nammi og horfðum á imbann allt kvöldið.
Á laugardaginn var ég að vinna í Eymundsson í Kringlunni og það var voða rólegt að gera. Svo um kvöldið hitti ég píurnar heima hjá Beggu sem var að koma til Íslands í stutta heimsókn frá Slóvakíu. Hún er þar í dýralæknanámi hmmm ofsalega spennandi Það var rosalega gaman að hitta hana og kærastann hennar Ariel sem kom einnig með. Leiðinlegt samt að þau stoppuðu svona stutt við. Það var síðan tjúttað í bænum langt fram á nótt
Í gær þegar ég vaknaði leið mér ekki allt of vel. Var hálfslöpp allan daginn með ógleði og hausverk. Það er sama hvað ég drekk mikið eða lítið ég verð alltaf svo veik daginn eftir
Ég og Mannsi fórum svo á Klambratún með Sunnu þegar mér leið aðeins betur og leyfðum henni að hlaupa um. Við hittum þar fullt af hundafólki og vorum að spjalla, rosalega gaman Fyndið hvernig þessi hundamennig er, hundaeigendur eru alltaf svo málglaðir og það er enginn feiminn við að koma til manns og spjalla um hitt og þetta þó svo að maður þekki manneskjuna ekki neitt. Ekki myndi ég spjalla við ókunna manneskju á Laugaveginum upp úr þurru en þetta er allt öðruvísi þegar maður er með hund. Svo fær maður svona extra athygli þar sem Sunnar er ennþá svo lítill hvolpur og svo sæt elskan
Ég spurði Mannsa einmitt í gær hvort að við ættum ekki að fá okkur lítinn hund í viðbót eða kettling sem leikfélaga handa Sunnu en hann tók það ekki í mál. Ég næ vonandi að sannfæra hann einhverntímann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 13:38
Brandari dagsins :)
Það var gamall kall sem var alveg að verða brjálaður á þessum látum sem heyrðust alltaf í bílnum hans.
Hann mætir á verkstæðið og segir að hljóðið komi alltaf þegar hann er að beygja til hægri eða vinstri.
Viðgerðarmaðurinn segir að þetta sé ekkert mál, hann skoði málið og gamli kallinn megi sækja bílinn daginn eftir.
Þá tekur viðgerðarmaðurinn smá rúnt og heyrir þetta brjálaða hljóð alltaf þegar beygt var til hægri eða vinstri.
Hann keyrir bílinn inná verkstæðið, skoðar hann aðeins og skrifar síðan á reikninginn:
Búið að laga hljóð í bíl, fjarlægði keilukúluna úr skottinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 15:42
Nýtt blogg
Hæ hæ öllsömul
Komin með nýja bloggsíðu sem ég þurfti að búa til í UTN í skólanum.
Vonandi á ég eftir að blogga mikið hérna og þarf ég að blogga alla vega einu sinni í viku sem er nú dáldið oftar en ég geri í hinni bloggsíðunni minni sem er bara gott mál og
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2007 | 15:28
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)